Í Lækningu

Lágmúli 5, 108 Reykjavík

Bókaðu tíma

Mán - Fös frá 8:00 - 16:00

Þórir S. Njálsson

Viðtæk menntun og reynsla á sviði skurð og lýtalækninga.
Hann starfar á lýtalækningadeild Landspítala Háskólasjúkrahúsi og á eigin lækna og skurðstofu í húsakynnum Lækningar að Lágmúla 5.
Þórir S. Njálsson er viðurkenndur lýtalæknir og almennur skurðlæknir á Íslandi og í Svíþjóð. Þórir er með margra ára reynslu af fegrunarskurðlækningum og er meðlimur í Félagi Íslenskra Lýtalækna, Læknafélagi Íslands, Skurðlæknafélagi Íslands og Sænska lýtalækningafélaginu.

Þórir hefur starfað sem lýtalæknir og almennur skurðlæknir á íslenskum spítölum og á eigin læknastofu síðan 1993.

Þórir framkvæmir allar helstu fegrunaraðgerðir á læknastofu sinni og Skurðstofunni að Lágmúla: Augnlokaaðgerðir, andlitslyftingar, brjóstastækkanir, brjóstaminnkanir, brjóstalyftingar, svuntu aðgerðir (stórar og litlar), líkamsformun með fitusogi, ásamt því að fjarlægja og lagfæra eftir húðkrabbamein og hina ýmsu yfirborðskvilla á húð (s.s. ör og tattú).

Frá 2004 hefur Þórir starfað á lýtalækningadeild Landspítala Háskólasjúkrahúsi þar sem hann framkvæmir almennar lýtaaðgerðir (s.s. sár, brunar og legusár) með sérhæfingu á brjóstaaðgerðum og skurðaðgerðum vegna sortumeina.

Þórir er hluti af brjóstateymi Landspítala Háskólasjúkrahúsi sem sinnir uppbyggingu á brjóstum eftir brjóstnám, bæði snemmbúinni og síðbúinni uppbyggingu.

Þórir framkvæmir einnig brottnám og snemmbúna uppbyggingu á brjóstum kvenna með BRCA gen á lýtalækningadeild Landspítala Háskólasjúkrahúsi.

Tímapantanir

Fyrir Þóri S. Njálsson lýtaskurðlækni er tekið á móti tímapöntunum í gegnum skiptiborð Lækningar.

 

Opnunartími:Mánudaga til föstudaga
frá 9:00 til 16:00.
Tímapantanir:Mánudaga til föstudaga
frá 9:00 til 16:00.
Viðtalsdagar:
Aðgerðardagar:
Fimmtudagar & föstudagar
Mánudagar & fimmtudagar

Læknaleyfi

Janúar 1995
Sérfræðingsleyfi í almennum skurðlækningum á Íslandi.

Október 1994
Sérfræðingsleyfi í almennum skurðlækningum í Svíþjóð.

Júní 1990
Sérfræðingsleyfi í lýtalækningum í Svíþjóð.

Mars 1990
Sérfræðingsleyfi í lýtalækningum á Íslandi.

Júní 1988
Almennt lækningaleyfi í Svíþjóð.

Janúar 1983
Almennt lækningaleyfi á Íslandi.

Störf

frá 2004
Starfar sem sérfræðingur á lýtalækningadeild Landsspítalans í Fossvogi.

frá 1992
Starfar á eigin lækna og skurðstofu í Reykjavík.

1998-2004
Starfaði sem sérfræðingur á slysa- og bráðamóttöku landspítalans.

1993-1998
Starfaði sem sérfræðingur og yfirlæknir á Sjúkrahúsi Suðurnesja, Keflavík.

1992-1993
Starfaði sem yfirlæknir á Sjúkrahúsi Suðurlands.

1986-1992
Starfaði í Svíþjóð á UMAS Malmö, á lýtalækningadeild.

1983-1986
Starfaði á Landspítala Háskólasjúkrahúsi.