Fitusogsaðgerðir

Með hækkandi aldri verða brjóstin slappari jafnvel þó stærðin sé ásættanleg. Brjóstkirtill rýrnar og teygjanleiki húðarinnar minnkar. Aðgerðin byggist á því að fjarlægja aukahúð og forma brjóstin uppá nýtt ásamt því að færa geirvörtu. Aðgerðin er gerð í svæfingu og tekur 2 klst og fer konan heim sama dag. Nauðsynlegt er að vera í stuðningsbrjóstahaldara í 4 vikur.
Saumataka er eftir 2 vikur ef saumað er með saum sem ekki eyðist og nauðsynlegt er að hafa stuðningsplástur á skurðlínum í 4 vikur. Aðgerðin hefur í för með sér sýnileg ör. Stundum finnst konunni nauðsynlegt að bæta púðum í brjóstin til að viðunandi stærð náist. Oftast er þá betra að gera brjóstalyftingu fyrst og brjóstastækkun síðar.