Brjóstastækkun

Title:

Description:

Brjóstastækkun


Aðgerð er framkvæmd á skurðstofu í svæfingu. Skurður er oftast lagður undir brjóstið en sjaldnar í geirvörtubauginn eða holhöndna. Staðsetning púða fer eftir líkamsbyggingu konu og formi brjósts. Oftast er púði lagður undir brjóstvöðva. Sárum er lokað með saumum sem eyðast og saumi sem tekinn er eftir 14 daga. Aðgerð tekur 1-2 klst og fer sjúklingur heim samdægurs. Talsverðir verkir fylgja aðgerðinni sem hægt er að meðhöndla með verkjalyfjum. Oftast er hægt að hefja vinnu eftir um það bil 7 daga en líkamsrækt verður að bíða í 4-6 vikur.