Í Lækningu

Lágmúli 5, 108 Reykjavík

Bókaðu tíma

Mán - Fös frá 8:00 - 16:00

Aðgerðir

Listi yfir algengar aðgerðir

Umframhúð og fita eru fjarlægð fyrir ofan og neðan augun. Skurðunum er síðan lokað með mjög fínum saumum sem fjarlægðir eru eftir 5-7 daga. Aðgerðirnar er hægt að framkvæma í staðdeyfingu eða að viðbættri slævingu. Aðgerð tekur um það bil 1 klst. Eftir aðgerð hvílir viðkomandi sig 1-2 klst með kælingu á aðgerðarsvæði. Eftir að heim er komið er gott að kæla aðgerðarsvæði af og til sama dag og daginn eftir, einnig er gott að bera smyrsli í augun í nokkra daga sem læknir ávísar.
Oftast er hægt að fjarlægja ofantalið í staðdeyfingu með lítilli skurðaðgerð. Sári er síðan lokað með saum sem tekinn er 7-10 dögum síðar. Fæðingarbletti og aðrar húðbreytingar skal skoða vel og senda sýni í vefjaskoðun ef grunur er um illkynja breytingar. Ef svo reynist gæti þurft að endurtaka og útvíkka aðgerðina.
Með hækkandi aldri verða brjóstin slappari jafnvel þó stærðin sé ásættanleg. Brjóstkirtill rýrnar og teygjanleiki húðarinnar minnkar. Aðgerðin byggist á því að fjarlægja aukahúð og forma brjóstin uppá nýtt ásamt því að færa geirvörtu. Aðgerðin er gerð í svæfingu og tekur 2 klst og fer konan heim sama dag. Nauðsynlegt er að vera í stuðningsbrjóstahaldara í 4 vikur. Saumataka er eftir 2 vikur ef saumað er með saum sem ekki eyðist og nauðsynlegt er að hafa stuðningsplástur á skurðlínum í 4 vikur. Aðgerðin hefur í för með sér sýnileg ör. Stundum finnst konunni nauðsynlegt að bæta púðum í brjóstin til að viðunandi stærð náist. Oftast er þá betra að gera brjóstalyftingu fyrst og brjóstastækkun síðar.
Aðgerð er framkvæmd á skurðstofu í svæfingu. Skurður er oftast lagður undir brjóstið en sjaldnar í geirvörtubauginn eða holhöndna. Staðsetning púða fer eftir líkamsbyggingu konu og formi brjósts. Oftast er púði lagður undir brjóstvöðva. Sárum er lokað með saumum sem eyðast og saumi sem tekinn er eftir 14 daga. Aðgerð tekur 1-2 klst og fer sjúklingur heim samdægurs. Talsverðir verkir fylgja aðgerðinni sem hægt er að meðhöndla með verkjalyfjum. Oftast er hægt að hefja vinnu eftir um það bil 7 daga en líkamsrækt verður að bíða í 4-6 vikur.
Útstæð og ólík eyru Aðgerðir á útstæðum og ólíkum eyrum er oftast framkvæmd í svæfingu hjá börnum en staðdeyfingu hjá fullorðnum. Skurður er lagður aftan á eyranu. Brjósk fjarlægt eða endurmótað. Skurðinum er lokað með sjálfeyðandi þræði sem eyðist á um það bil 4-6 vikum. Aðgerðin tekur 1,5 til 2,5 tíma. Eftir aðgerð er umbúðum vafið um höfuð til að styðja við mótun eyrna. Þessar umbúðir eru hafðar óhreyfðar í 5-7 daga. Þegar þessar umbúðir eru fjarlægðar er gott að hafa eyrnaband í um það bil 2-3 vikur á meðan sárin gróa.
Með hækkandi aldri verða brjóstin slappari jafnvel þó stærðin sé ásættanleg. Brjóstkirtill rýrnar og teygjanleiki húðarinnar minnkar. Aðgerðin byggist á því að fjarlægja aukahúð og forma brjóstin uppá nýtt ásamt því að færa geirvörtu. Aðgerðin er gerð í svæfingu og tekur 2 klst og fer konan heim sama dag. Nauðsynlegt er að vera í stuðningsbrjóstahaldara í 4 vikur. Saumataka er eftir 2 vikur ef saumað er með saum sem ekki eyðist og nauðsynlegt er að hafa stuðningsplástur á skurðlínum í 4 vikur. Aðgerðin hefur í för með sér sýnileg ör. Stundum finnst konunni nauðsynlegt að bæta púðum í brjóstin til að viðunandi stærð náist. Oftast er þá betra að gera brjóstalyftingu fyrst og brjóstastækkun síðar.
Oftast er notað hyaluronicsýra sem er náttúrulegt efni. Aðallega notað til að minnka hrukkur eða dældir. Einnig oft notað til varastækkunar. Endingartími fyllingar er 6-18 mánuðir en það fer eftir staðsetningu efnisins. Efni er sprautað með fínni nál, oftast með deyfingu en einnig án deyfingar.
Stundum fá einstaklingar dofa í hendina sem getur komið og farið eða getur verið í langan tíma og jafnvel valdið það miklum óþægindum á nóttunni að viðkomandi á erfitt með að sofa. Ein aðaltaugin til handarinnar (n.medianus) fer í gegnum göng í úlnliðnum og er göngin eru of þröng af einhverjum ástæðum veldur þetta ástand handardofa, oft mjög dæmigert dofi á þumli innanvert, vísifingri, löngu töng og hálfum baugfingri. Aðgerðin er fólgin í því að taka sundur bandvegsstreng sem liggur ofaná rásinni sem taugin fer um. Aðgerðin er oftast gerð í staðdeyfingu og grær venjulega vel á 3 vikum.
Er vegna örmyndunar í húðinni og undirliggjandi vef í lófanum. Örvefurinn getur dregið í fingurna og beygt þá, einn eða fleiri. Orsök er óþekkt. Skurðaðgerð er eina meðferðin og er örvefurinn fjarlægður. Skurðsárin eru yfirleitt nokkuð lengi að gróa og þjálfun fingranna er nauðsynleg eftir þann tíma. Talsverð hætta er á endurkomu ástandsins. Hvert tilfelli af handarkreppu verður að metast sjálfstætt.
Með nefaðgerð er hægt að laga og breyta útliti nefsins. Formbreyting á nefbroddi kallar á svokallaða opna aðgerð þar sem nefhúðinni er flett af nefbrjóskinu og er það síðan mótað að vild. Formbreyting á nefbeini eingöngu er hægt að gera með svokallaðri lokaðri aðger sem gerð er innfrá. Skurðir eru lítt sjáanlegir. Aðgerð tekur yfirleitt 1-2 tíma og er yfirleitt framkvæmd í svæfingu. Plast- eða gifsspelka er sett á nefið til að hjálpa til við að halda formi nefsins réttu, oft þarf einnig að nota neftróð í báðar nasir 1-2 daga.
Aðgerð á skapabörmum er gerð í svæfingu og eru tvenns konar: Minnkun á innri skapabörmum þannig að ytri skapabarmar hylji þá innri. Minnkun á ytri börmum þannig að jafnvægi sé á milli innri og ytri barma. Skurðir eru allir saumaðir með saumum sem eyðast og tekur það að jafnaði 4-6 viku
Í flestum tilfellum finnst ekki orsök fyrir stækkun á brjóstum karla. Hormónarannsóknir sýna oftast eðlilegt magn karlhormóna í líkamanum. Sé stækkun á brjóstkirtli eingöngu er hann fjarlægður með skurðaðgerð. Sé stækkunin einnkum vegna fitusöfnunar má notast við fitusog. Aðgerðin er gerð í gegnum hálfmánalagaðan skurð í vörtubaug. Þörf er á þrýstingsumbúðum í 1 viku. Grær yfirleitt vel á 14 dögum og er þá viðkomandi kominn í vinnu.
Stærri svuntuaðgerð er gerð til að fjarlægja umframhúð og fitu af maga og herða á magavöðvum. Í stærri svuntuaðgerðunum er skurður lagður í bíkínílínu frá öðru mjaðmabeini til hins. Húð og fita losuð frá kviðvegg upp að rifjaboga og nafli færður, magavöðvar strektir ef þarf. Umframhúð fjarlægð og magi strektur. Aðgerð tekur 2-4 tíma og nauðsynlegt er að vera í aðhaldsfötum eftir aðgerð. Saumataka eftir 14 daga. Minni svuntuaðgerð er frá nafla og niður. Skurður lagður í bíkínílínu frá öðru mjaðmabeini til hins. Húð og fita losuð upp að nafla. Umframhúð fjarlægð og magi strektur. Aðgerð tekur 1-3 tíma. Saumataka 14 dögum síðar.